Innlent

143 milljónir í Vinnudeilusjóð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
ASÍ undirbýr sig fyrir átök á komandi ári.
ASÍ undirbýr sig fyrir átök á komandi ári. vísir/vilhelm
Vinnudeilusjóður Alþýðusambands Íslands mun að öllum líkindum stækka um 143 milljónir króna. Tillaga þess efnis liggur fyrir þingi ASÍ en það fer fram dagana 26.-28. október.

Árið 2008 voru ákvæði um sjóðinn felld úr lögum sambandsins og síðan þá þarf að samþykkja sérstaklega að auka fé í honum. Það hefur hingað til ekki verið gert. Áður runnu 3,7 prósent af tekjum ASÍ í sjóðinn. Fyrir eru rúmlega 200 milljónir í sjóðnum.

Endurskoðunarákvæði er að finna í kjarasamningum og verður það virkt í febrúar á komandi ári. Í greinargerð með tillögunni segir að í ljósi þeirrar miklu óvissu sem er um stöðu kjaramála á næstu misserum sé lagt til að leggja 143 milljónir af óráðstöfuðu eigin fé ASÍ í sjóðinn.

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Salek-samstarfið sett á ís

Salek hópurinn, sem hefur haft formlegt samstarf í þrjú ár um bætta kjarasamningagerð, tók ákvörðun í morgun um að frekara samstarf verði ekki fyrr en niðurstaða liggi fyrir varðandi jöfnun lífeyrisréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×