Erlent

140 yfirgefa heimili sín í Japan vegna eldgoss

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Upphaf eldgossins náðist á myndband.
Upphaf eldgossins náðist á myndband. Vísir/AFP
140 íbúum á japönsku eyjunni Kuchinoarabu var gert að yfirgefa eyjuna í morgun eftir að eldgos hófst í fjallinu Mount Shindake. Veðurstofa Japans hækkaði viðbúnaðarstig í fimm, sem er hæsta stig, vegna gossins.

Enginn slasaðist og ekki hefur verið tilkynnt um neinar skemmdir vegna gossins.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur sett saman hjálparsveit sem mun aðstoða íbúa og bæjaryfirvöld á eyjunni. Skip japönsku strandgæslunnar hafa einnig verið send á staðinn til að aðstoða fólk við að yfirgefa eyjuna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×