MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 11:33

iPhone sala dregst saman aftur

VIĐSKIPTI

13 látnir eftir snarpan jarđskjálfta

 
Erlent
13:42 06. FEBRÚAR 2016
Björgunarađilar leru nú ađ störfum og leita ađ fólki sem fast er í byggingum.
Björgunarađilar leru nú ađ störfum og leita ađ fólki sem fast er í byggingum. VÍSIR/AFP

Minnst 13 eru látnir og 30 eru enn leitað í rústum 17-hæða íbúðabyggingar sem hrundi til jarðar eftir jarðskjálfta sem skók suðurhluta Taívan um klukkan átta í gærkvöldi.

Að minnsta kosti 500 eru slasaðir en jarðskjálftinn er talinn hafa verið af stærðinni 6,4. Um 200 manns var bjargað úr rústum 17-hæða byggingarinnar sem hrundi í kjölfar skjálftans. Að minnsta kosti sex létust þegar byggingin hrundi sem var ein margra sem hrundi til jarðar í borginni Tainan.

800 liðsmenn taívanska hersins hafa verið kallaðir út til að aðstoða björgunarmenn sem vinna nú að því að ná til fólks sem situr fast í rústum húsanna.

Að sögn forseta landsins, Ma Ying-jeuo verður allt kapp lagt á að koma fólki sem fast er í byggingum til bjargar en skýli hafa verið sett upp frá sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum.

Líkt og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan er eyðileggingin talsverð í borginni Tainan.
 
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / 13 látnir eftir snarpan jarđskjálfta
Fara efst