Erlent

13 handteknir fyrir að brenna táningsstúlku lifandi í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Mennirnir voru færðir fyrir dómara í gær.
Mennirnir voru færðir fyrir dómara í gær. Vísir/AFP
Minnst þrettán hafa verið handteknir fyrir að myrða táningsstúlku í Pakistan á mjög grimmilegan hátt. Stúlkan, sem var 16 ára gömul, var kæfð, sprautuð með eitrið, bundin í aftursæti bíls og brennd lifandi, fyrir að hafa hjálpað vinkonu sinni að stinga af með kærasta sínum.

Öldunagráð þorpsins sem þau bjuggu í skipaði fyrir um að stúlkan ætti að deyja, en myndir af líki hennar voru birtar á samfélagsmiðlum þar í landi. Ráðið hefur nú verið handtekið, en mál mannanna verður tekið fyrir í dómstóli sem ætlaður er fyrir hryðjuverk.

Morð af þessu tagi eru mjög algengi í Pakistan, en talið er að nærri því 1.100 konur hafi verið myrtar af ættingjum sínum í fyrra fyrir að hafa komið óorði á fjölskyldur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×