Innlent

120 milljónir til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Að sögn verður sérstök áhersla lögð á að bæta öryggi á gönguleiðum skólabarna.
Að sögn verður sérstök áhersla lögð á að bæta öryggi á gönguleiðum skólabarna. Vísir/Pjetur
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir fyrir um 120 milljónir króna.

Í tilkynningu frá borginni segi að um sé að ræða aðgerðir sem tengjast lækkun á umferðarhraða við gönguþveranir og er aðgerðunum ætlað að auka öryggi gangandi vegfarenda.

„Framkvæmt verður á 65 stöðum víðs vegar í borginni og settar sebragangbrautir  á upphækkaðar gönguþveranir auk viðbótarskilta í eftirtöldum hverfum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund; Laugarnesi, Langholtshverfi, Grafarvogi. Grafarholti. Breiðholti og Kjalarnesi.

Sérstök áhersla  er lögð á að bæta öryggi á gönguleiðum skólabarna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×