Lífið

120 metra löng vatnsrennibraut í Bankastræti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/nova
Almenningi gefst kostur á að skella sér niður 120 metra langa vatnsrennibraut í Bankastræti á milli klukkan 12 og 18 á morgun.

Brautin verður eins metra há, þriggja metra breið og volgt vatn mun renna niður hana. Fjarskiptafyrirtækið Nova í samstarfi við Samsung standa fyrir viðburðinum.

„Við verðum með tjald efst í Bankastrætinu þar sem fólk getur skipt yfir í baðfötin. Fjórir starfsmenn munu stýra röðinni í rennibrautina, tveir verða meðfram brautinni og svo verða aðrir fjórir neðst til að sjá til þess að allir séu öruggir,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, í tilkynningu. Hann tekur fram að neðst í brautinni verði öryggishlið og sundlaug, og að allir séu velkomnir.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af rennibrautinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×