Erlent

12 þúsund hælisleitendur fara huldu höfði

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar.
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar. Vísir/EPA
Sænska ríkisstjórnin leggur til að lögreglan fái að gera húsleit á vinnustöðum til að hafa uppi á flóttamönnum sem neitað hefur verið um hæli í Svíþjóð.

Yfir 12 þúsund hælisleitendur í Svíþjóð sem vísa á úr landi eru í felum. Á hverju ári finnur lögreglan um eitt þúsund manns sem fara huldu höfði. Leit að þeim er ekki virk en lögreglunni berast ýmsar vísbendingar. Hingað til hefur lögreglan eingöngu haft möguleika á að kanna ríkisfang einstaklinga séu þeir grunaðir um afbrot, að því er segir í frétt sænska sjónvarpsins.

Ríkisstjórnin leggur jafnframt til að hægt verði að refsa vinnuveitanda sem kerfisbundið nýtir vinnukraft sem ekki hefur fengið hæli. Auk þess er lagt til að lögreglan fái að taka fingraför af þeim flóttamönnum sem ekki fá hæli í Svíþjóð. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×