Innlent

12 ára drengur grýttur í Reykjavík

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einksafn
Elsa Margrét Viðisdóttir samþykkti birtingu á myndum sem hún tók af syni sínum Gabríel Víði Kárasyni eftir árás sem hann varð fyrir á sunnudaginn var. Við spurðum Elsu hvernig það kom til að drengir grýttu steinum í andlit Gabríels sem glímir við kvíða og þunglyndi. Hann hefur þrisvar reynt að taka eigið líf sökum eineltis.



Gabríel og Björgvin Páll Gústavsson á góðri stundu.
Ótrúlega sárt og pirrandi að hann fái ekki að fara út í friði, skrifar Elsa móðir Gabríels á Facebooksíðuna sína.
„Það er ekki frá svo miklu að segja nema að hann fór út að leika sér og er með krökkum þegar strákar koma og gera grín að honum.  Gabríel verður sár og strunsar í burtu þegar þeir stoppa hann og þá er hann grýttur í framan með steinum.“

Gabríel hefur liðið ágætlega en hann er í góðum skóla, Selásskóla, og er í góðu jafnvægi en auðvitað er dagamunur á honum því hann berst við mikið þunglyndi og mikinn kvíða eftir einelti undanfarin ár,“ útskýrir Elsa en drengurinn hennar verður tólf ára í maí.

Elsa vill koma á framfæri að honum líður vel í Selásskóla og allt starfsfólk þar er til fyrirmyndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×