Erlent

118 hafa farist í monsúnflóðum í Pakistan

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessir Pakistanar flúðu að heiman með rúm sín vegna flóða.
Þessir Pakistanar flúðu að heiman með rúm sín vegna flóða. nordicphotos/afp
Að minnsta kosti 118 hafa farist í miklum flóðum víðs vegar um Pakistan á síðustu vikum. Flóðin verða vegna monsúnrigningar. Þá hafa um 2.900 hús fallið saman við flóðin og um 800 þúsund Pakistanar þurft að yfirgefa heimili sín.

Héraðið Khyber Pakhtunkhwa í norðausturhluta Pakistans hefur orðið verst úti í flóðunum en þar hafa 59 íbúar farist. Pakistanski hluti Kasmírhéraðs hefur einnig orðið illa úti en þar hafa 22 íbúar farist hið minnsta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×