Innlent

112 fær tæpar sextíu milljónir

óli kristján ármannsson skrifar
Slysaæfing Í ákvörðun PFS kemur fram að kostnaður vegna 112 var 263,3 milljónir króna í fyrra.
Slysaæfing Í ákvörðun PFS kemur fram að kostnaður vegna 112 var 263,3 milljónir króna í fyrra. Fréttablaðið/vilhelm
Neyðarlínan fær 58.980.000 krónur úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir þetta ár, samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS).

Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni er skylt að veita. Að því er segir í ákvörðun PFS má ætla samkvæmt mælingum á nýtni neyðarborða og öryggisborða 112 að 22,4 prósent af þjónustu félagsins falli undir alþjónustukvöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×