Viðskipti innlent

110 ára fjölskyldufyrirtæki selt nýjum eigendum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Bragason rak Fálkann síðustu árin sem hann var í eigu fjölskyldu Ólafs Magnússonar.
Páll Bragason rak Fálkann síðustu árin sem hann var í eigu fjölskyldu Ólafs Magnússonar. vísir/valli.
Samkomulag hefur tekist um að Landvélar ehf kaupi allt hlutafé Fálkans. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaupin, og verður frá þeim gengið á næstu vikum.

Fálkinn á 110 ára óbrotna rekstrarsögu, og hefur frá upphafi verið í eigu stofnandans, Ólafs Magnússonar, og afkomenda hans. Í tilkynningu segir að félagið sé leiðandi birgi á íslenskum markaði á legum, drifbúnaði, rafstýribúnaði ásamt ýmsum rafbúnaði, vélbúnaði og bílavarahlutum. Þá segir að rekstur þess sé góður og efnahagur traustur. „Næsta kynslóð erfingja Fálkans hefur hins vegar snúið kröftum sínum og áhuga í aðrar áttir, og því þótti tímabært að selja hann í hendur nýrra aðila, sem áhuga hafa á og getu til að tryggja hagsmuni starfsfólks hans, viðskiptavina og birgja til framtíðar,“ segir í tilkynningu.

Landvélar og Fálkinn verða rekin áfram sem sjálfstæð félög sem keppa á krefjandi samkeppnismarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×