Erlent

11 milljónir íbúða standa auðar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/VALLI
Yfir 11 milljónir íbúða standa auðar víðsvegar um Evrópu. Með því að fylla upp í þessar íbúðir væri hægt að hýsa hvern einasta heimilislausa einstakling í Evrópu og rúmlega það, en um fjórar milljónir manna eru heimilislausir. Guardian greinir frá þessu. 

Á Spáni eru 3,4 milljónir íbúða auðar, 2 milljónir í Frakklandi og á Ítalíu, 1,8 milljónir í Þýskalandi og rúmar 700 þúsund í Bretlandi. Einnig er mikill fjöldi íbúða tómur í Írlandi, Grikklandi og Portúgal.

Margar íbúðanna hafa aldrei verið teknar í notkun. Þær eru margar hverjar staðsettar á sumarhúsasvæðum og voru byggðar fyrir fjármálakreppuna sem lagðist á Evrópu á árunum 2007 og 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×