Innlent

11 handteknir í aðgerðum gegn fíkniefnasölu á Facebook

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ellefu hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á Facebook. Síðurnar voru um sjötíu talsins þegar aðgerðirnar hófust fyrir um mánuði og notendur þeirra skipta þúsundum. Yfirmaður fíkniefnadeildar segir lögregluna hafa fylgst lengi með þessum lokuðu hópum en einnig bárust ábendingar frá áhyggjufullum foreldrum. Kjartan Hreinn Njálsson.

Fíkniefni hafa verið og eru seld í lokuðum hópum á samfélagsmiðlum. Þetta er skipulögð starfsemi sem á sér einn helst stað á Facebook. Á síðustu vikum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið 11 manns í tengslum við þessar síður og lagt hald á talsvert magn fíkniefna, þar á meðal kókaín, LSD og kannabisefni.

Fjölbreytt framboð fíkniefna má finna á þessum síðum.VÍSIR
Hópur hinna handteknur samanstendur er 10 karlmönnum á þrítugsaldri og einni konu og teljast flest málin vera upplýst. Að mati lögreglu er umfangs fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum á borð við Facebook verulegt. Síðurnar voru um 70 talsins þegar aðgerðir lögreglu hófust fyrir um mánuði og allnokkrum síðum var lokað í þessum aðgerðum. Notandafjöldi þessara hópa á Facebook skiptir þúsundum.

Skjáskot í meðfylgjandi frétt voru tekin af fjórum lokuðum Facebook-hópum síðdegis í dag. Ljóst er að um skipulagða starfsemi er að ræða oft á tíðum er fleiri en einn bakvið hvert notandanafn og þeir sem eru að verki nota alla jafna dulefni á síðunum. Engu að síður hefur lögreglu tekist að bera kennsl á um 160 notendur. 

„Notendur, eða sölumenn, voru allt að 500 notendanöfn. Þeir sem höfðu aðgang að þessum lokuðu síðum voru allt frá 50 til 2.000,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaðir fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

íðurnar voru um 70 talsins þegar aðgerðir lögreglu hófust fyrir um mánuði og allnokkrum síðum var lokað í þessum aðgerðum.VÍSIR
Fjölbreytt framboð fíkniefna má finna á þessum síðum. Kannabisefni eru áberandi þar sem verð er gefið upp ásamt skammtastærðum, oftar en ekki fylgir símanúmer sölumannsins og jafnvel staðsetning. Einnig er að finna auglýsingar fyrir alsælu og læknadóp.

Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.VÍSIR
„Við fáum reglulega tilkynningar frá foreldrum og borgurum og við hvetjum auðvitað foreldra til að reyna að fylgjast með þessu. Þetta eru áhyggjurnar sem við, af börnum og unglingum.“

„Þarna er allskonar sala, þar á meðal þýfi og þarna eru líka framin kynferðisbrot. Við þurfum sífellt að vera að aðlaga okkur að breyttum tímum.“

Sp. Blm. Eigum við von á áframhaldandi aðgerðum?

„Já, við munum halda þessu áfram,“ segir Aldís að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×