Erlent

11,4 milljónir á dag fyrir fíkniefnasölu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Einn stærsti fíkniefnasali Frakklands, Nordine Achouri, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi í Marseille fyrir fíkniefnalagabrot. Daglegar tekjur hans af sölunni námu um áttatíu þúsund evrum, eða tæplega 11,4 milljónum króna.

Tuttugu og sjö liðsmenn hans voru einnig dæmdir til fangelsisvistar, en þeir hlutu dóma frá einu ári upp í sex ár. Yfirvöld í Frakklandi telja að þar með hafi þeim tekist að uppræta þennan stærsta fíkniefnahring landsins, en Achouri stundaði einnig vændis- og vopnasölu.

Við húsleit hjá Achouri árið 2013 lagði lögregla hald á 1,3 milljónir evra, en yfirvöld segja málið fordæmalaust. Lögmaður hans sagðist vonsvikin með niðurstöðu dómsins. Engar sannanir séu fyrir því að Achouri hafi stundað slíka sölu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×