Innlent

104 heimilisofbeldismál á tveimur mánuðum

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Svo virðist vera sem átak lögreglu og borgarinnar gegn heimilisofbeldi skili sér í fleiri tilkynningum lögreglu.
Svo virðist vera sem átak lögreglu og borgarinnar gegn heimilisofbeldi skili sér í fleiri tilkynningum lögreglu. NORDICPHOTOS/GETTY
Frá 12. janúar til 11. mars á þessu ári komu 104 heimilisofbeldismál á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tímabili í fyrra voru málin 42.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru líkamsmeiðingar algengasti brotaflokkurinn eða í 81 prósenti tilvika, 84 málum af 104. Næstalgengast voru hótanir og eignaspjöll en einnig voru skráð önnur brot svo sem húsbrot, frelsissvipting og kynferðisbrot.

79 af málunum eru milli maka eða fyrrverandi maka, tólf eru af hendi barns í garð foreldris og sex af hendi foreldris í garð barns. Í sjö málum eru önnur tengsl.

Sakborningar í þessum málum voru 105, 91 karl og 14 konur. Í sjötíu af þessum málum lágu fyrir upplýsingar um fyrri sögu heimilisofbeldis.

Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg. Það hefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×