Enski boltinn

100.000 punda maðurinn á útleið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julio César hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liði QPR.
Julio César hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liði QPR. Vísir/Getty
Svo virðist sem markvörðurinn Julio César sé á leið til Benfica á frjálsri sölu frá Queens Park Rangers.

QPR á í viðræðum við brasilíska markvörðinn um starfslokasamning, en félagið vill losna við hann af launaskrá. César þiggur um 100.000 pund í vikulaun, en hann hefur aðeins leikið 24 deildarleiki fyrir QPR síðan hann kom frá Inter sumarið 2012. César lék sem lánsmaður með Toronto FC á síðustu leiktíð.

Þá er Hollendingurinn Leroy Fer nálægt því að ganga í raðir QPR fyrir átta milljónir punda, en Harry Redknapp, knattspyrnustjóri félagsins, vonast til að gengið verði frá kaupunum á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Enginn eftir frá 2010

Það er óhætt að segja að lið Inter hafi breyst mikið á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×