Viðskipti erlent

100.000 króna smámynt sett í umferð í Bandaríkjunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjölmargar smámyntir týnast á ári hverju.
Fjölmargar smámyntir týnast á ári hverju. vísir/getty
Ally Bank í Bandaríkjunum hefur hrint af stað átaki til að fá fólk til að hugsa betur um smámyntir sem verða á vegi þess. Bankinn hefur sett í dreifingu hundrað fölsk penní en finnendur þeirra geta skilað þeim í bankann og fengið þúsund dollara, ríflega 115 þúsund krónur, að launum.

Peningarnir verða koparlitaðir líkt og hið venjulega penní en í stað andlits Abrahams Lincoln verður þar að finna merki bankans.

Myntirnar hafa verið settar í umferð í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þar má nefna New York, Los Angeles, Detroit og Chicago.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×