Íslenski boltinn

1. júní 2017 verða bara átta lið eftir í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bikarmeistarar Valsmanna. Þeir hafa ekki tapað bikarleik síðan 2014.
Bikarmeistarar Valsmanna. Þeir hafa ekki tapað bikarleik síðan 2014. Vísir/Anton
Borgunarbikarinn færist fram á tímabilinu eftir að breytingartillaga um bikarkeppnina var samþykkt á 71. ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum um helgina.

Það þýðir að fyrsta umferð Borgunarbikars karla hefst 21. apríl en konurnar byrja síðan 6. maí.

Hjá körlunum eru leiknar tvær umferðir áður en að Pepsi-deildar félögin koma inn í 32 liða úrslit.  Hjá konunum eru einnig tvær umferðir áður en Pepsi-deildar félögin koma til leiks í 16 liða úrslitum.

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna og má sjá lista yfir hvaða lið mætast í Borgunarbikar karla hér og Borgunarbikars kvenna hér.

Bikarkeppnin er enn í vinnslu en Knattspyrnusamband Íslands hefur sett upp grófa áætlun um hvenær bikarleikirnir fara fram í sumar.

Sjá einnig:Dregið í fyrstu umferðir Borgunarbikarsins

32 liða úrslit Borgunarbikars karla verða spiluð 16. og 17. maí og sextán liða úrslitin var síðan fram 30. og 31. maí. Það þýðir að 1. júní 2017 verða aðeins átta lið eftir í bikarkeppni karla.

Átta liða úrslitin verða spiluð 2. og 3. júlí, undanúrslitin fara fram 27. og 28. júlí og bikarúrslitaleikurinn er síðan laugardaginn 12. ágúst.

Sextán liða úrslit Borgunarbikars kvenna fara fram 2. og 3. júní, átta liða úrslitin eru spiluð 23. og 24. júní, undanúrslitin fara fram 13. ágúst og bikarúrslitaleikurinn er síðan föstudaginn 8. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×