Enski boltinn

1-0 tap Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Ibe og Ashley Cole eigast við.
Jordan Ibe og Ashley Cole eigast við. Vísir/Getty
Liverpool tapaði í nótt fyir Roma með einu marki gegn engu í þriðja leik sínum á æfingaferðalaginu um Bandaríkin. Leikurinn fór fram á Fenway Park í Boston.

Marco Boriello skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Ashley Cole lék sinn fyrsta leik með Roma í nótt.

Byrjunarlið Liverpool var þannig skipað:

Markvörður: Brad Jones

Hægri bakvörður: Martin Kelly

Miðverðir: Martin Skrtel, Sebastian Coates

Vinstri bakvörður: Jose Enrique

Miðjumenn: Joe Allen, Lucas, Coutinho

Framherjar: Fabio Borini, Rickie Lambert, Jordan Ibe

Emre Can, Jack Robinson, Daniel Agger, Kistoffer Peterson, Conor Coady, Jordan Henderson, Suso og Adam Phillips komu inn á sem varamenn í leiknum.

Næsti leikur Liverpool er gegn Olympiakos í Chicago 27. júlí.


Tengdar fréttir

Rodgers: Mun ekki eyða að óþörfu

Brendan Rodgers er ekki hættur á leikmannamarkaðnum í sumar en hann mun ekki kaupa hvaða leikmann sem er aðeins til þess að eyða peningunum sem fékkst fyrir Luis Suárez.

Remy á leið til Liverpool

Loic Remy hefur samþykkt 8 milljón punda tilboð enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool í leikmanninn sem er samningsbundinn QPR. Remy er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum frjálst að fara til félags í Meistaradeild Evrópu fyrir 8 milljónir punda.

Liverpool tapaði fyrsta leik undirbúningstímabilsins

Liverpool tapaði fyrsta leik undirbúningstímabilsins gegn Bröndby í Danmörku þrátt fyrir að leikmenn á borð við Agger, Coutinho, Skrtel, Allen og Lucas hafi leikið með liðinu í dag.

Liverpool á eftir Isco

Real Madrid er tilbúið að selja Isco aðeins einu ári eftir að félagið gekk frá kaupunum á spænska sóknartengiliðnum frá Malaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×