Innlent

1,8 milljörðum varið til úrbóta á vegakerfinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Útlagningarmenn munu hafa í nógu að snúast.
Útlagningarmenn munu hafa í nógu að snúast. vísir/pjetur
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að verja 1,8 milljörðum króna til úrbóta á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru fyrir. Áður hafði verið greint frá því að 850 milljónum yrði varið til uppbyggingar á fjölförnum ferðamannastöðum víða um land.

Leiðirnar sem um ræðir eru Dettifossvegur, milli Dettifoss og Ásbyrgis, um Kjósarvatnsskarð, sem tengir Þingvelli við Hvalfjörð og Vesturland, og loks Uxahryggir og Kaldadalsvegur en svo kallast leiðin milli Þingvalla og Húsafells.

Úrbæturnar munu koma til með að auka öryggi á vegarköflunum en einnig er vonast til þess að betri vegir muni verða til þess að ferðamenn dreifist betur niður á vegi.

Fjármögnun verkefnanna er háð samþykki Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×