Enski boltinn

Viss um að Gerrard verði knattspyrnustjóri hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge og Steven Gerrard.
Daniel Sturridge og Steven Gerrard. Vísir/Getty
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, er mjög nálægt því að koma aftur inn í liðið eftir margra mánaða meiðsli

Sturridge hefur verið frá síðan í september og hefur ekki spilað með Steven Gerrard síðan að fyrirliðinn tilkynnti að hann myndi spila sinn síðasta leik fyrir félagið í vor.

„Það eru ekki til orð til að lýsa því hvað hann hefur gert fyrir bæði þetta félag sem og alla þjóðina. Hann er og verður fyrirmyndin mín og ég lít upp til hans," sagði Daniel Sturridge við BBC.

„Ég held líka að allir í hópnum líti upp til hans. Hans verður saknað. Þarna er maður sem hefur kennt mér mikið og hjálpað mér að verða betri persóna og betri fótboltamaður," sagði Sturridge.

„Hann er ennþá einn af bestu leikmönnunum í deildinni. Það verður erfitt að fylla skarð hans inn á vellinum hvað þá í búningsklefanum," sagði Sturridge.

„Það hefur verið sönn ánægja að spila með honum og ég er eyðilagður yfir því að hann sé að fara. Ég held samt að hann verði kominn fljótt aftur í eitthvert hlutverk hjá Liverpool og ég er viss um að hann verði knattspyrnustjóri hjá Liverpool einhvern daginn," sagði Sturridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×