Innlent

„Við viljum tussufína Reykjavík“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Svala Hjörleifsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar í kosningapartýi í nótt.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Svala Hjörleifsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar í kosningapartýi í nótt.
Það var rífandi stemning í kosningapartýi Kvennahreyfingarinnar þegar fréttastofa leit þar við í nótt, þrátt fyrir að flokkurinn sé ekki að fá mikið fylgi í borginni, eða sem nemur 0,8 prósentustigum.

Ólöf Magnúsdóttir, oddviti Kvennahreyfingarinnar, sagði tölurnar ekki vonbrigði.

„Nei, við erum búnar að gera allt sem við ætluðum að gera, allt sem við lögðum af stað með að gera. Það var að setja feminísk málefni á dagskrá, við erum búnar að opna leikvöllinn fyrir alla hina frábæru femínistana í hinum flokkunum til að taka sér stöðu, taka sér pláss og tala um feminísk málefni. Það var okkar aðalmarkmið, það hefði bara verið plús ef ég hefði fengið vinnu,“ sagði Ólöf.

Aðspurðar hvort það væri ekki búið að hafna feminísku framboði miðað við tölurnar svöruðu þær neitandi.

 

„Við viljum tussufína Reykjavík og það er vöntun á því,“ sagði Svala Hjörleifsdóttir, frambjóðandi.

 

Þær sögðu framboðið komið til að vera og ætluðu að fagna í kvöld.

Eins og staðan er núna í Reykjavík eru 70 prósent borgarfulltrúa konur eða 16 af 23, en það getur vissulega breyst þegar líður á nóttina.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×