Lífið

„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“

Bjarki Ármannsson skrifar
Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum.
Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum.
Ísland, og há tíðni íslenskra barna sem fæðast utan hjónabands, er umfjöllunarefni nýjustu predikunar prestsins Steven Anderson í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum. Myndband af predikuninni hefur vakið mikla athygli en þar kallar hann Ísland meðal annars „bastarðaþjóð“ og „femínistahelvíti.“

Anderson þessi þykir í meira lagi afturhaldssamur í málflutningi sínum og hefur meðal annars verið staðinn að hatursorðræðu gegn gyðingum og samkynhneigðum. Í predikun sinni vísar Anderson í umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra, en þar var meðal annars fullyrt að 67 prósent barna fæddust utan hjónabands á Íslandi. Bandaríkin stæðu Íslandi ekki langt að baki með um fjörutíu prósent.

„Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland,“ hrópar Anderson meðal annars og taka áheyrendur hans vel undir.

Predikunina í heild sinni má sjá hér að neðan en hún er hátt í klukkustund að lengd.

Bryndís Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson, ógift par sem deilir á milli sín fjórum börnum með þremur öðrum einstaklingum, ræddu við þáttastjórnanda CNN á sínum tíma og þau fá að heyra það frá Anderson.

Vísir ræddi við Bryndísi í síðasta mánuði vegna þeirrar holskeflu neikvæðra ummæla sem hún mátti þola á samfélagsmiðlum eftir að CNN-þátturinn kom út.

„Við mættum lítið undirbúin til leiks og áttuðum okkur kannski ekki alveg á hversu rosalega út fyrir kassann svona samsett fjölskylda eins og okkar er í augum Kanans,“ sagði Bryndís þá. „Einum fannst ekki hreint fullnægjandi að kalla mig hóru heldur „fucking whorebag“. Margir höfðu alvarlegar áhyggjur af börnum sem alin væru upp við slíkt „siðleysi“. Auðvitað er ógnvænlegt fyrir slíka menn að frétta af heilli eyju í Atlantshafi þar sem konur æða svona algjörlega ótamdar um.“


Tengdar fréttir

„Ekki bara hóra, heldur heill poki af hórum“

Vegna miður fallegra ummæla á Youtube vegna viðtals sem CNN tók við hana og kærastann vegna „óhefðbundna fjölskyldugildna“ á Íslandi ákvað Bryndís Eva Ásmundsdóttir að svara fyrir sig og íslenskar konur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×