Fótbolti

„Við styðjum friðinn“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Konya skrifar
Cem og Volkan voru kátir þegar blaðamaður rakst á þá í morgun.
Cem og Volkan voru kátir þegar blaðamaður rakst á þá í morgun. Vísir/E. Stefán
Vísir rakst nú í morgun á tvo stuðningsmenn íslenska liðsins fyrir utan hótel íslenska ferðahópsins hér í Konya. Í ljós koma að þeir eru tyrkneskir og starfa við skipasmíði fyrir Granda í Istanbúl.

„Við erum alls ekki að svíkja lit,“ sagði Volkan. „Þetta er leikur tveggja vina. Ég er líka viss um að Ísland vilji að Tyrkland vinni, vegna þess að þeim líkar ekki við hollensku strákana,“ bætti hann við og hló.

„Við munum styðja bæði lið og við styðjum frið. Þetta eru allt saman miklir vinir okkar frá Íslandi.“

Strákarnir eru að sjálfsögðu vel merktir.Vísir/E. Stefán
Volkan og Cem var boðið til Konya af starfsmönnum Granda sem eru með skip í smíðum í Istanbúl, sem fyrr segir. Það er mikið í húfi fyrir Tyrki í leiknum í kvöld en stig yrði þó nóg til að tryggja þeim þriðja sætið og sæti í umspilinu í næsta mánuði.

„Jafntefli væri góð úrslit fyrir bæði lið. En mestu máli skiptir að leikurinn verði sanngjarn og vel leikinn af báðum liðum. Sanngirni skiptir bæði Tyrki og Íslendinga miklu máli og það hefur verið augljóst af viðskiptum okkar við Íslendinga í gegnum árin.“

„Íslensku vinir okkar buðu okkur hingað og það var stórmannlegt af þeim. Við erum líka afar ánægðir með að þeir hafi komið hingað til Konya og fá því að kynnast Tyrklandi. Við sjáum hvernig leikurinn fer en ég er viss um að hann fer vel.“


Tengdar fréttir

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.

Svona kemst Tyrkland beint á EM

Tyrkland þarf á sigri að halda gegn Íslandi en með hagstæðum úrslitum gæti það dugað til að sleppa við umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×