Lífið

„Við reynum að hafa svolítið flotta stráka á dagatalinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Þessi dagatöl notum við til að fjármagna ferð okkar á heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna. Þar erum við að keppa í hinum ýmsu íþróttum,“ segir slökkviliðsmaðurinn Gunnar Steinþórsson í meðfylgjandi myndbroti. 

Gunnar ræddi um dagatöl slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið gefin út árlega síðan árið 2006. 

„Þetta gengur mjög vel. Þetta er alltaf jafn vinsælt,“ segir Gunnar en dagatölin vekja athygli hvert ár, sérstaklega út af því að slökkviliðsmennirnir sitja sjálfir fyrir léttklæddir.

Gunnar segir slökkviliðsmennina ekki slást um að taka þátt í dagatalinu.

„Maður þarf að draga suma en aðrir eru mjög viljugir að vera með,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi ekki enn neitað neinum um þátttöku.

„Við reynum að hafa svolítið flotta stráka á dagatalinu svo það kæti meira.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×