Erlent

„Við getum ekki tryggt öryggi fólks“

Atli Ísleifsson skrifar
Vopnaða lögreglumenn má nú sjá á Gardermoen flugvelli og víðs vegar annars staðar um Noreg.
Vopnaða lögreglumenn má nú sjá á Gardermoen flugvelli og víðs vegar annars staðar um Noreg. Vísir/AFP
Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu.

Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“

Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen.

Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni.

Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“

Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna.

Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×