Tónlist

„Við erum kreisí í að fara til Stokkhólms“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt myndband.
Skemmtilegt myndband. vísir
„Við ákváðum að vera djörf og gera myndband,“ segir Sigga Eyrún sem hefur gefið út myndband við lagið Kreisí sem tekur þátt í undankeppni Eurovision.  

„Dægurlög lifa oft svo stutt en ef það er skemmtilega myndskreytt á netinu þá skilur það meira eftir sig. Við erum með dansara og dragdrottningu og í brennipunktinum er söguhetjan sem er límd við tölvuskjá og kemst ekki út”.

Hún segist hafa safnað ssaman góðu fólki til að vinna þetta með og má þar nefna, myndatökumann, ljósamann, danshöfund, stílista og margir fleiri.

Karl Olgeirsson samdi lagið og textann gerðu þau saman. Þau hafa áður tekið þátt í keppninni því fyrir tveimur árum lentu þau í öðru sæti með lagið Lífið kviknar á ný. Og þau ætla sér lengra í þetta skiptið.

„Já, núna ætlum við alla leið. Við erum kreisí í að fara til Stokkhólms,“ segir Sigga Eyrún að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×