ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 16:17

Átvagliđ á bekknum hćtt hjá Sutton

SPORT

„Viđ erum enn bara međ holuna“

 
Innlent
15:53 29. FEBRÚAR 2016
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir VÍSIR/DANÍEL

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir aðgerðarleysi í tengslum við Hús íslenskra fræða, eða holuna, líkt og hún kallar það. Viðbygging við Alþingi sé sett í meiri forgang en einn helsti menningararfur íslensku þjóðarinnar.

„Það sem við höfum séð eru fjárveitingar til viðbyggignar Alþingis, en ekkert bólaði á Húsi íslenskra fræða í fjárlögum. Eins og ég þarf svo sem ekkert að minna háttvirta þingmenn á, þá var þetta hugsað sem framkvæmt fyrir rannsóknir og kennslu á íslenskum fræðum, en líka sýning á handritum okkar, sem er ein merkasta menning íslensku þjóðarinnar og á heimsminjaskrá UNESCO. En við erum enn bara með holuna,“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Fyrirspurninni beindi hún til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Hún sagði að lögð hafi verið fram tillaga á síðasta ári sem hafi snúið að framkvæmdum að viðbyggingunni, sem og Húsi íslenskra fræða, en að einungis séu fjárveitingar í fjárlögum að finna til viðbyggingarinnar.

Sigmundur Davíð sagði undirbúningsvinnu vegna fjárlaga, í samræmi við ný lög, nú standa yfir. Þá sé einnig unnið að langtímaáætlun í efnahagsmálum og fjármálum ríkisins og að verið sé að skoða ýmis mál. Hann sé bjartsýnn á framgang verkefnisins.

„Nú hefur breytt stefna í efnahagsmálum, meðal annars í skattamálum, með jákvæðum hvötum orðið til þess að tekjur ríkisins hafa aukist, aukist til mikilla muna, og það skapar aukin tækifæri fyrir okkur til þess að ráðast í hin ýmsu verkefni. Hvað varðar þetta tiltekna verkefni sem háttvirtur þingmaður spyr um þá er ég bjartsýnn á framgang þess en að sjálfsögðu verður skoðað í samhengi við önnur verkefni og ríkisfjármál almennt,“ sagði Sigmundur.

Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða hafa legið niðri í þrjú ár, og er því ekki hægt að sjá helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, helstu bókmenntaborg UNESCO. Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, líkti því við að fara til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis, í aðsendri grein sinni á dögunum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / „Viđ erum enn bara međ holuna“
Fara efst