Erlent

„Við erum ekki hrædd“

Samúel Karl Ólason skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær. Þar sendi hún þau skilaboð að Bretar væru ekki hræddir. Hún sagði hryðjuverkamanna hafa reynt að þagga í lýðræði Breta, en það hefði ekki tekist.

„Við erum ekki hrædd og munum ekki bugast vegna hryðjuverka.“

Enn fremur sagði May að árásin hefði verið árás á frjálst fólk um heim allan.



Allt sem við vitum um árásina í London: Fjórir látnir og sjö handteknir

„Í gær sáum við það versta sem mannkynið býður upp á, en við munum muna eftir því besta.“

Forsætisráðherrann sagði árásarmanninn hafa fæðst í Bretlandi og að hann hafi áður komið við sögu lögreglu. Meðal annars hefði hann verið til rannsóknar vegna öfga sinna. Talið er að hann hafi verið einn að verki og hafi verið undir áhrifum frá alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×