Lífið

"Versta og ógeðslegasta sem ég hef gert“

Viktoría Herrmannsdóttir skrifar
Hugleiki fannst hann vera orðinn of venjulegur og reynir því að toppa sig með gerð dagatalsins.
Hugleiki fannst hann vera orðinn of venjulegur og reynir því að toppa sig með gerð dagatalsins.
„Ég held það sé það allra versta og ógeðslegasta sem ég hef gert,“ segir Hugleikur Dagsson um dagatal sem hann var að skila af sér. Forlagið gefur dagatalið út fyrir næsta ár og myndskreytir Hugleikur það.

Hver mánuður ársins er saga og allir dagar mánaðarins rammi í sögunni.

„Sögurnar eru allar mín persónulega tilraun til að toppa sjálfan mig, því mér fannst ég vera orðinn soldið „mainstream“, segir Hugleikur, sem er þekktur fyrir hnyttnar skopteikningar sínar sem oft fara ansi langt yfir strikið. Hugleikur slær ekki slöku við með dagatalinu og lofar að sjokkera landann duglega. Dagatalið verður á ensku.

28190914 Dagatalið Allir dagar mánaðarins eru partur af sögu.
„Enda eru lesendur mínir orðnir svo alþjóðlegir,“ segir Hugleikur. Það er þó ekki bara saga hvers mánaðar sem fylgir dagatalinu heldur fylgir auk þess stjörnuspá með sem má með sanni segja að sé ólík flestum stjörnuspám og alls ekki upplífgandi.

„Nei, hún er mjög leiðinleg, ég stal stjörnuspá af netinu, víxlaði textum og stjörnumerkjum. og bætti við einhverjum óskunda. Bara til að vera kvikindi,“ segir Hugleikur um spána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×