Enski boltinn

„Varnarleikur Chelsea er ömurlegur“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Theo Walcott fór illa með Chelsea-vörnina.
Theo Walcott fór illa með Chelsea-vörnina. vísir/getty
Chelsea fékk vænan skell í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Arsenal en skyttur Arsene Wengers skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og unnu, 3-0.

Chelsea er í áttunda sæti deildarinnar eftir tapið með tíu stig og er nú þegar átta stigum frá toppliði Manchester City eftir aðeins sex leiki. Liðið er búið að fá á sig níu mörk í sex leikjum.

Tony Cascarino, fyrrverandi framherji Chelsea, lét varnarlínu liðsins heyra það þegar hann gerði leikinn upp á Sky Sports en honum finnst enginn í henni vera að standa sig.

John Terry er meiddur og hafa því Gary Cahill og David Luiz spilað sem miðverðir með Branislav Ivanovic og César Azpilicueta í bakvarðarstöðunum. Cahill gerðist sekur um slæm mistök í leiknum sem urðu til þess að Arsenal komst í 1-0.

„Varnarleikur Chelsea er ömurlegur. Leikmenn eru að spila langt undir eðlilegri getu,“ sagði Cascarino eftir leikinn.

„Það má setja spurningamerki við alla varnarlínuna. Azpilicueta er ekki búinn að spila nógu vell og Ivanovic er búinn að vera slakur í 18 mánuði. Cahill á í virkilegum vandræðum með að vera númer eitt í varnarleiknum og David Luiz spilar svo aftarlega að hann gerir alla réttstæða.“

„Það býr til pláss fyrir aðra. Hvað er það versta sem þú getur get á móti Arsenal? Gefa liðinu pláss og það var það sem Chelsea gerði. Svo lítur Thibaut Courtois út fyrir að nenna þessu ekki,“ segir Tony Cascarino.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×