Innlent

„Þúsund plús þúsund er ein milljón“

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Syngjandi, reiknandi og útlenskumælandi krakkar voru mættir í Flataskóla í dag á fyrsta skóladegi haustsins. Skólahald hófst í flestum grunnskólum landsins í morgun þegar tugþúsundir nemenda sneru aftur í skólastofuna að loknu sólríku sumarleyfi. Yngstu nemendurnir komu hvaðanæva að, allt frá leikskólum til Mið-Austurlanda.

Þeir voru ófeimnir við að segja fréttamanni frá sínum uppáhalds námsgreinum og reiknuðu tveir þeirra nokkur stærðfræðidæmi. Þó lausnirnar væru ekki allar upp á tíu skinu hæfileikarnir í gegn hjá hinum sex ára gömlu stærðfræðingum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×