Lífið

„Þú mátt ekki verða reiður“

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Þeir eru nú staddir á Austurlandi og fara út á sjó frá Breiðdalsvík til að renna fyrir fisk.

Þegar í land er komið er Davíð hæstánægður með túrinn og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Brynjólfur hentir honum öfugum út í ískaldan sjóinn.

„Ég er með veski og síma á mér!“ öskrar hann á Brynjólf sem iðrast samt einskis.

„Þú mátt ekki verða reiður. Þetta var Steingrímur, ekki ég,“ svarar hann.

Steingrímur er annað sjálf Brynjólfs sem hefur verið viðloðandi Illa farnir þættina hér á Vísi í vetur og þylur jafnan upp þjóðlegan fróðleik í löngum bunum.



Strákarnir voru einir á Hótel Hallormsstað eina nótt og nýttu sér tækifærið til að sletta úr klaufunum.
Þátturinn endar síðan á sprenghlægilegan hátt þegar strákarnir keyra á Hótel Hallormsstað.

„Heiðrún hótelstýra tók á móti okkur. Í ljós kom að við vorum með hótelið út af fyrir okkur. Barinn og allt,“ segir Davið en það er bráðfyndið að sjá prakkarasvipinn á þeim þegar þeir frétta af því að þeir eru einir á hótelinu.

„Einu skilyrðin voru að við myndum haga okkur vel ... sem við auðvitað gerðum,“ segir hann glettinn.

Þetta er fimmtándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta. Hægt er að sjá alla þættina á síðunni visir.is/illafarnir.


Tengdar fréttir

Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík

„Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð.

Illa farnir fara á toppinn á Austurlandi

"Þetta var alveg geðveikt,“ segja strákarnir í Illa farnir en í nýjasta þættinum fara þeir meðal annars í sjósund og ævintýri upp á Kistufell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×