ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:00

Ókeypis frćđslukvöld um ţunglyndi

LÍFIĐ

„Ţú átt heima í eldhúsinu“

 
Enski boltinn
13:47 16. FEBRÚAR 2016
Hipgrave viđ störf hjá BT Sport. Hér er hún međ Ian Wright og Peter Taylor.
Hipgrave viđ störf hjá BT Sport. Hér er hún međ Ian Wright og Peter Taylor.

Lindsey Hipgrave, sjónvarpsfréttakona á BT Sport í Englandi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni að hún hafi fengið mikið skítkast á sig vegna ummæla sem hún lét falla um vítaspyrnu í leik Barcelona um helgina.

Sjá einnig: Sjáðu markið sem heimurinn er að tala um

Vítaspyrnan vakti mikla athygli og er Hipgrave þeirrar skoðunar að með henni hafi stórstjörnunar Lionel Messi og Luis Suarez sýnt andstæðingum sínum vanvirðingu.

Það stóð ekki á viðbrögðunum og beindist mikið af gagnrýninni sem hún fékk á sig að þeirri staðreynd að hún er kona að fjalla um fótbolta.

„Einhvers staðar er eldhús sem saknar einhvers,“ skrifaði einn í svari til Hipgrave og margir fleiri tóku í sama og mun verri streng eins og sjá má hér fyrir neðan.

Umræddar Twitter-færslur má sjá hér fyrir neðan sem og í frétt Daily Mail.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / „Ţú átt heima í eldhúsinu“
Fara efst