Menning

„Þetta var brjáluð stemning“

Áhorfendur léku stórt hlutverk í opnunarverki Reykjavík Dance Festival í gær.
Áhorfendur léku stórt hlutverk í opnunarverki Reykjavík Dance Festival í gær. Fréttablaðið/Ernir
Danshátíðin Reykjavík Dance Festival hófst í Hafnarhúsinu í gær. Hátíðin var opnuð með verkinu Face eftir danska listamanninn Christian Falsnaes en flytjendur voru þeir Ragnar Ísleifur Bragason, Ólöf Ingólfsdóttir, Alex Da Silva og allir viðstaddir gestir.

„Þetta var brjáluð stemning,“ segir Hlynur Páll Pálsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, í samtali við Fréttablaðið. „Hátíðin byrjaði með hvelli í gær og stendur næstu fjóra daga. Það er allt að seljast upp þannig að ef fólk vill sjá eitthvað þarf það að hafa hraðar hendur,“ segir Hlynur.

Á hátíðinni sem stendur fram á laugardagskvöld munu bæði innlendir og erlendir dansarar bjóða upp á ótal mismunandi dansverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×