Innlent

„Þetta hefur gengið eins vel og mögulegt er“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir daginn hafa gengið eins og í sögu.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir daginn hafa gengið eins og í sögu. Vísir/Anton Brink
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir daginn hafa gengið vel miðað við aðstæður. Slökkviliðið hefur verið í góðu samstarfi við björgunarsveitirnar. Hann segir almenning hafa svarað kallinu um að vera heima.

„Miðað við allt þá hefur hann gengið hreint ótrúlega vel. Það er ekki hægt að segja annað.“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. 

Fólk vel undirbúið síðan í gærkvöldi, bæði viðbragðasaðilar og almenningur,” segir Sigurbjörn og segir almenning svara kallinu að halda sig heima og það hjálpi til. 

„Það er lán að það sé sunnudagur og að fólk þurfi ekki að fara til vinnu eins og á virkum degi. Þetta hefur gengið eins vel og mögulegt er.”

Aðspurður segir Sigurbjörn að ekkert stórfellt hafi komið upp á í snjóþyngslunum.

„Ekki þannig lagað. Við höfum verið í samstarfi við björgunarsveitir. Við fengum þá til að bera með okkur sjúkling í einu tilfelli því sjúkrabíllinn komst ekki heim að húsi. Það þurfti að vaða skafla upp í klof með einum átta manns frá björgunarsveitunum. Það er svona þegar allt er lokað þarf fleiri hendur“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×