SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER NŢJAST 23:15

„Er ■etta hŠttulegt? Ăttum vi­ ekki a­ fŠra okkur?“

FR╔TTIR

„Ůetta er svolÝti­ miki­ ja­ar-ja­arsport"

 
Innlent
21:00 30. JAN┌AR 2016
Ëmar Runˇlfsson d˙fnarŠktandi segir a­ hver og ein d˙fa hafi mismunandi persˇnuleika, rÚtt eins og hjß mannfˇlkinu.
Ëmar Runˇlfsson d˙fnarŠktandi segir a­ hver og ein d˙fa hafi mismunandi persˇnuleika, rÚtt eins og hjß mannfˇlkinu.

Skraut- og bréfdúfueigendur mættu með dúfurnar sína til sýningar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Markmiðið var meðal annars að vekja athygli á þessu áhugamáli, því dúfnaræktendur vilja endilega fá fleiri í sínar raðir.

Ragnar Sigurjónsson dúfnaræktandi segir að þetta sé sport fyrir fólk á öllum aldri.

„Þetta er svolítið mikið jaðar-jaðarsport, en menn hella sér í þetta sem fara af stað, og eru mjög áhugasamir. Sumir eru búnir að vera alla ævi í þessu, en svo eru aðrir að koma inn aftur þegar þeir eru farnir að róast í lífinu, hætta að vinna jafnvel og eru að finna sér eitthvað að gera og þá er þetta náttúrulega kjörið.

En þetta er alls konar fólk, og skemmtilegt að segja frá því að í Ölfusi erum við komin með einn ungan ræktanda sem er átta ára gömul stelpa,“ segir Ragnar.

Skrautdúfnafélag Hafnarfjarðar og Bréfdúfnafélag Íslands standa nú fyrir sameiginlegri fjáröflun vegna brunans sem varð í Hafnarfirði 4. janúar, en þar misstu fjórir ræktendur allan afrakstur næstum tveggja áratuga ræktunar.


„Þetta var náttúrulega skelfilegt áfall að verða fyrir þessu, en eins og þið sjáið hér í dag þá er ótrúlega mikið til. En stofnarnir eru ekki stórir. Það er eiginlega það sem er," segir Ragnar.

Margir lögðu leið sína á sýninguna í dag til að virða þessa skrautlegu fugla fyrir sér. Á bak við góða genablöndu eru heilmikil vísindi og ákveðinn staðall sem metnaðarfullir ræktendur verða að mæta, að sögn Ómars Runólfssonar.

„Þetta er svolítið krefjandi já. Til dæmis eins og með skaðana, þá þarf litaskiptingin að vera alveg nákvæm. Það má ekkert vera svart fyrir neðan brjóstlínu, línan þarf að vera á ákveðnum stað. Goggurinn þarf að vera ljós og ekki með of mikið svart. Augað þarf að vera alveg hvítt og vel rautt í kringum það. Þetta er bara dæmi um það sem verið er að gera í þessari ræktun."

Ómar hvetur hvern sem áhuga hefur til að skella sér í skrautdúfuræktun, því það sé gefandi áhugamál. „Þetta bara gefur lífinu lit og gaman að hafa eitthvað að sýsla við. Eitthvað annað en tölvur og svoleiðis."

Hægt er að leggja málefninu lið með því að leggja inn á reikning 0152-05-570261 og kennitölu 140652-4929.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / „Ůetta er svolÝti­ miki­ ja­ar-ja­arsport"
Fara efst