MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 14:00

Slösuđust viđ ađ smygla sér inn á Sálarball

FRÉTTIR

"Ţetta er svakalega fallegt" | Sjáđu ţegar Haukur varđi skot frá Coleman

 
Körfubolti
22:22 18. MARS 2016
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik þegar Njarðvík vann þriggja stiga sigur, 62-65, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.

Haukur skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Hann varði auk þess tvö skot en annað þeirra var í glæsilegri kantinum.

Um miðbik 4. leikhluta keyrði Al'lonzo Coleman einu sinni sem oftar upp að körfu Njarðvíkinga. Þar tók Haukur á móti Bandaríkjamanninum og lamdi skot hans í burtu með miklum tilþrifum. Frábær varnarleikur hjá Hauki.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan í magnaðri lýsingu Guðmundar Benediktssonar og Svala Björgvinssonar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / "Ţetta er svakalega fallegt" | Sjáđu ţegar Haukur varđi skot frá Coleman
Fara efst