Innlent

„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi.
Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi.
„Maður er bara búinn á því og ég er fegin að vera komin heim,“ segir Ragna Lóa Stefánsdóttir, knattspyrnuþjálfari kvennaliðs Fylkis, en hún var ein af farþegum flugvélar Primera Air sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld eftir langt og strangt ferðalag. Ragna er ósátt við upplýsingagjöf flugfélagsins.

Ragna Lóa segir að í gær hafi farþegum verið tilkynnt að lagt yrði á stað frá Shannon-flugvelli í dag klukkan tvö en segir ljóst að það hefði aldrei staðist vegna þess að vitað hefði verið í gærkvöldi að sama áhöfn ætti að fljúga vélinni heim.

„Það var vitað strax í gærkvöldi að sama áhöfn myndi fljúga með okkur heim. Það er áhöfnin sem tilkynnir í gærkvöldi að við yrðum sótt um morgunin og lagt yrði af stað klukkan tvö. Þau þurfa einhverja lágmarkshvíld og áhöfnin veit það í gærkvöldi þegar þau tilkynna okkur þann tíma sem við áttum að fara í loftið að það var aldrei að fara að standast. Þá hefði bara verið heiðarlegast að láta okkur vita af því.“

Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina.“

Ragna Lóa veltir því fyrir sér af hverju farið hefði verið á flugvöllinn svo snemma fyrst að ljóst hafi verið að flugvélin myndi aldrei fara í loftið kl. tvö. Hún er jafnframt mjög ósátt við upplýsingagjöf flugfélagsins.

„Við hefðum viljað vitað það í morgun að við vorum aldrei að fara að leggja af stað fyrr en seinni partinn. Þá hefði fólk getað verið lengur í þægilegri aðstæðum í staðinn fyrir að bíða á flugvelli. Við fengum engin svör og það er það sem fór í taugarnar á manni. Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×