Handbolti

"Þetta er ólíðandi ofbeldi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi.

Svo virðist sem rassskellingar séu fastur innvígsluþáttur í landsliðum og meistaraflokkum karla í handbolta hér á landi. Nýjasta dæmið er mynd af særðum afturenda ungs leikmanns hjá Fjölnis sem var vígður inn í meistaraflokk félagsins á dögunum.

Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, biðst formlega afsökunar á málinu fyrir hönd deildarinnar.

„Þetta er ólíðandi ofbeldi sem verður ekki liðið innan deildarinnar og það verður strax tekið á því," segir Kristján Gaukur.

Sveinn Þorgeirsson, sem sæti á í stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis, tekur í sama streng fyrir hönd stjórnarinnar í tilkynningu til Vísis í kvöld.

„Handknattleiksdeild Fjölnis harmar framferði leikmanna meistaraflokks karla sem myndir hafa verið birtar af á samfélagsmiðlum í kvöld. Við heitum því að á þessu máli verður tekið og þessi "hefð" upprætt."

Segir að um skelfileg skilaboð sé að ræða til yngri iðkenda frá þeim hópi innan deildarinnar sem eigi að vera til fyrirmyndar í starfinu,

„Hegðun sem þessi verður ekki liðin enda er hún dæmi um ofbeldi sem ekki verður liðið í nokkurri mynd," segir í tilkynningunni.

„Tekið verður á þessu máli innan deildarinnar strax í fyrramálið."

Fyrri frétt Vísis má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

"Hefðir eru hefðir"

Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×