Körfubolti

„Þetta er eitt lélegasta skot sem við höfum séð“ | Sjáðu miðjuskot Fannars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fannar Ólafsson, einn af sérfræðingum í Domino's Körfuboltakvöldi, var í Schenker-höllinni í kvöld þegar KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð eftir sigur á Haukum.

Á milli 3. og 4. leikhluta steig gamli landsliðsmiðherjinn inn á partekið og freistaði þess að skjóta bolta frá miðju og ofan í körfuna eins og áhorfendur gera jafnan á leikjum í úrslitakeppninni.

Óhætt er að segja að skot Fannars hafi valdið vonbrigðum en boltinn var ekki einu sinni nálægt því að fara ofan í.

„Þetta er eitt lélegasta skot sem við höfum séð. Þetta er eins skammarlegt og það verður,“ sagði Svali Björgvinsson sem lýsti leiknum ásamt Guðjóni Guðmundssyni.

Miðjuskotið misheppnaða hjá Fannari má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Íslandsmeistarasyrpa | Myndband

KR-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar þriðja árið í röð eftir 14 stiga sigur, 70-84, á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×