Innlent

"Þetta er bara slátrun“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslensk hjón sem störfuðu sem sjálfboðaliðar á Vesturbakkanum segja ástandið þar skelfilegt og að bæði börn og fullorðnir lifi í stöðugum ótta. Ofan á tíðar árásir sé heilsugæsla takmörkuð og vatnsskortur mikill. 

Yous­ef Tamimi er Palstínumaður í aðra ættina. Hann og kona hans, Linda Ósk Árnadóttir vörðu síðasta sumri í að sinna hjálparstarfi á Vesturbakkanum. Hann er út­skrifaður hjúkr­un­ar­fræðing­ur og hún er að læra læknisfræði. Þau sinntu störfum á færanlegum sjúkrahúsum á Vesturbakkanum.



Linda við ferðasjúkrahús í Palestínu.
Ástandið í Palestínu hefur versnað hratt síðustu vikur er þessa daganna á suðupunkti. Hjónin segja erfitt til þess að hugsa þar sem ástandið hafi verið slæmt fyrir og ofbeldi daglegt brauð.

„Á Gaza er hörmulegt ástand sem varla er hægt að lýsa. Það verið að sprengja spítala, skóla Sameinuðu þjóðanna og íbúðarhús. Það er bara slátrun sem á sér stað þarna, það er bara þannig,“ segir Yousef, en stór hluti föðurfjölskyldu hans býr í Palestínu.

Yousef heldur á táragashylki.
„Það er rosalega erfitt að vita af þeim þarna. Hugsa til þess hvort ég geti spjallað við þau á facebook á morgun eða ekki,“ segir Yousef. „Manni líður alveg hræðilega og getur varla hugsað um annað,“ bætir Linda við.

Yousef og Linda eru ánægð með viðbrögð íslenskra stjórnvölda við ástandinu í Palestínu, en vilja að leiðtogar stærri þjóða fari að láta til sín taka.

„Þetta snýst um að virða alþjóðalög og þær samþykktir sem alþjóðasamfélagið hefur sett. Annars eru þær tilgangslausar,“ segir Yousef.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×