Innlent

„Þarna er beinlínis verið að blekkja“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Um áttatíu prósent starfsmanna ríkisins fá greiddar aukagreiðslur ofan á grunnlaun sín. Vigdís segir verið að blekkja hversu háar launagreiðslur ríkisins séu í raun.
Um áttatíu prósent starfsmanna ríkisins fá greiddar aukagreiðslur ofan á grunnlaun sín. Vigdís segir verið að blekkja hversu háar launagreiðslur ríkisins séu í raun. Vísir / Daníel
„Hvernig á að vera hægt að reka ríkið þegar svona blekkingarleikur er í gangi gagnvart því sjálfu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, á Alþingi í morgun þar sem hún las upp úr frétt Fréttablaðsins frá því í morgun þar sem fjallað var um aukagreiðslur starfsmanna ríkisins sem þeir fá ofan á grunnlaun sín.



Vigdís vitnaði í orð Árna Stefáns Jónssonar, formanns Starfsmannafélags ríkisins, sem sagði að stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum, eða til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. „Þarna er greinilega pottur brotinn,“ sagði Vigdís í ræðu sinni. „Þarna er beinlínis verið að blekkja hversu launagreiðslur ríkisins eru háar.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×