Lífið

„Það sem ég kveið mest fyrir var að valda fólki vonbrigðum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Aníta tekur við verðlaunum frá Ernu Hreinsdóttur, ritstjóra Nýs Lífs.
Aníta tekur við verðlaunum frá Ernu Hreinsdóttur, ritstjóra Nýs Lífs. mynd/Rut Sigurðardóttir
Ritstjórn Nýs Lífs hefur valið Anítu Margréti Aradóttur konu ársins 2014.

Aníta tók þátt í þúsund kílómetra kappreið á villtum hestum í Mongólíu en kappreiðin er sú hættulegasta í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

„Með framtaki sínu og áræðni hefur Aníta sýnt að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og kjarki safnað til að takast á við hið óþekkta.

Þetta var hennar sjálfstæða ákvörðun, hennar frumkvæði og hugarþrek sem setur fordæmi fyrir konur á öllum aldri og ekki aðeins hestakonur,“ segir Erna Hreinsdóttir ritstjóri Nýs Lífs í fréttatilkynningu frá tímaritinu sem hefur útnefnt konu ársins frá árinu 1980.

Aníta prýðir einnig forsíðu nýjasta heftist Nýs Lífs og talar um kappreiðina.

„Mongol Derby er það hræðilegasta sem ég hef gert á ævinni en á sama tíma það besta. Það sem ég kveið mest fyrir var að valda fólki vonbrigðum og klára ekki keppnina,“ segir Aníta.

Aníta Margrét prýðir forsíðu Nýs Lífs.
„Ég vissi að margir voru að fylgjast með mér.

Ég ætlaði að pína mig áfram sama hvað gerðist.

Það er slatti af fólki búið að klára þetta með brotin bein og ég ætlaði að gera það líka.

Það er mikil viðurkenning fyrir hestamennskuna að kona ársins, samkvæmt Nýju Lífi, sé hestakona,“ segir Aníta í viðtalinu.


Tengdar fréttir

Dorrit Moussaieff valin kona ársins

Dorri Moussaieff forsetafrú er kona ársins 2006 samkvæmt útnefndingu tímaritsins Nýs lífs. Þetta verður tilkynnt á samkomu í Iðusölum í Lækjargötu klukkan 19 í kvöld.

Aníta nálgast markið

Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni.

Nýtt líf velur Gerplustúlkur konu ársins

Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað

Ekki lent í úlfahjörð ennþá

,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“

Thelma er kona ársins

Thelma Ásdísardóttir var í gærkvöld valin kona ársins í vali tímaritsins Nýs lífs, þegar valið fór fram í fimmtánda sinn. Í bókinni Myndin af pabba, sem Gerður Kristný skrifar, lýsir Thelma áralangri misnotkun af hendi föður hennar.

Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi

„Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby,“ segir Aníta Margrét Aradóttir.

Áhrifamestu konur á Íslandi

Valdar hafa verið áhrifamestu konur á Íslandi árið 2012. Konurnar eru úr ólíkum geirum á mismunandi aldri og hafa skarað fram úr á sínu sviði, rutt brautina eða unnið eftirtektarverða sigra á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×