Innlent

„Það er ekki von okkar að sem flestir lendi í vélinni“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Myndavélin er rauðljósa og færanleg. Það þýðir að borgarar geta búist við henni var sem kassi fyrir slíka myndavél er. Hún mælir bæði þá sem aka of hratt og þá sem fara yfir gatnamót á rauðu ljósi.
Myndavélin er rauðljósa og færanleg. Það þýðir að borgarar geta búist við henni var sem kassi fyrir slíka myndavél er. Hún mælir bæði þá sem aka of hratt og þá sem fara yfir gatnamót á rauðu ljósi. VÍSIR/PJETUR
Ný hraðamyndavél verður sett í gang síðar í dag. Vélin verður fyrst sett upp á Sæbraut í Reykjavík. „Það er búið að vera að prófa hana þarna í lengri tíma,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er ekki von okkar að sem flestir lendi í vélinni, helst viljum við ekki að neinn lendi í henni,“ segir Guðbrandur.

Engin myndavél hefur verið í nokkurn tíma á meðan verið var að uppfæra myndavélabúnaðinn. Lögreglan hefur þó verið með bíl sem kallaður er myndavélabíllinn. Hann færir lögreglan á milli staða.

Myndavélin er rauðljósa og færanleg. Það þýðir að borgarar geta búist við henni þar sem kassi fyrir slíka myndavél er. Hún mælir bæði þá sem aka of hratt og þá sem fara yfir gatnamót á rauðu ljósi.

„Þannig að ef einhver gefur í til að komast yfir á gatnamótum getur hann lent í vélinni,“ segir Guðbrandur. „Við minnum menn á að hægja á sér við vegamót. Einnig að menn keyri alltaf af varúð og tillitsemi við samborgara og í samræmi við umferðarlög. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×