FÍSTUDAGUR 24. MARS NŢJAST 14:00

Get gert fullt af hlutum miklu betur

SPORT

„TŠling Ý sinni tŠrustu mynd“

 
Enski boltinn
23:30 26. FEBR┌AR 2016
Adam Johnson. ═ forgrunni er Stacey Flounders, barnsmˇ­ir hans.
Adam Johnson. ═ forgrunni er Stacey Flounders, barnsmˇ­ir hans. V═SIR/GETTY

Réttarhöldin yfir Adam Johnson, knattspyrnumanninum sem hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt athæfi með barni, standa enn yfir í Englandi.

Johnson hefur játað sök í tveimur ákæruliðum, fyrir að vingast við stúlku í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegu sambandi við hana og kyssa hana. Stúlkan var fimmtán ára þegar brotin áttu sér stað.

Johnson neitar hins vegar sök í tveimur alvarlegri ákæruliðum um kynferðislegt samneyti með barni.

Eins og reglulega hefur verið fjallað um á Vísi síðustu daga hafa stúlkan, vinkona hennar Johnson og fyrrum kærasta hans, Stacey Flounders, borið vitni í málinu. Margs konar upplýsingar hafa komið fram, líkt og að rúmlega 800 textaskilaboð voru send á milli Johnson og stúlkunnar yfir sjö vikna tímabil.

„Það sem er deginum ljósara í gegnum skilaboð þeirra í WhatsApp [farsímaforritinu] er að hann sýndi tælingu á barni í sinni tærustu mynd,“ sagði saksóknarinn í dag. Hann sagði enn fremur að Johnson væri maður sem hefði verið með nánast allt í hendi sér en ákveðið að halda fram hjá kærustu sinni og barnsmóður. Það hefði sýnt tvöfeldni hans.

Enn fremur hélt saksóknarinn því fram að staðhæfingar Johnson um að kynferðslegt samband hans við stúlkunnar hafi einskorðast við kossa.

„Hann er maður sem hefur logið, og logið, og logið aftur.“


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Enski boltinn / „TŠling Ý sinni tŠrustu mynd“
Fara efst