Erlent

„Sýndu ófæddu barni þínu smá virðingu“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
"Þú getur einfaldlega ekki falið eitthvað svona,“ sagði Kristi og sýndi bumbuna í fréttaskýringarþætti á sjónvarpsstöðinni þar sem hún starfar.
"Þú getur einfaldlega ekki falið eitthvað svona,“ sagði Kristi og sýndi bumbuna í fréttaskýringarþætti á sjónvarpsstöðinni þar sem hún starfar.
Kanadíski veðurfræðingurinn Kristi Gordon hefur fengið ótal haturspósta eftir að hún tilkynnti áhorfendum að hún væri ólétt.  

Kristi, sem á von á öðru barni sínu eftir þrjá mánuði, bað áhorfendur um að „vera umburðarlyndir gagnvart klæðaburði hennar“ þar sem hún væri ólétt og það myndi væntanlega sjást í bumbuna í sjónvarpinu.

Veðurfræðingurinn las síðan upp bréf sem hún fékk frá einum áhorfanda:

„Ekki á neinni annarri sjónvarpsstöð í Norður-Ameríku höfum við séð jafn ógeðslegan veðurfræðing og þig. Bumban á þér er eins og Hindenburg og rassinn á þér er eins og klósett. Við slökkvum núna á Global.“

Gerðist líka þegar Kristi var ólétt að fyrsta barninu sínu

Þá fékk Kristi líka annað bréf sem var á þessa leið:

„Kauptu almennileg föt og sýndu ófæddu barni þínu smá virðingu. Þú ert ekki fyrsta konan til að verða ólétt. Guð minn góður.“

Kristi sagði í samtali við fréttaskýringarþátt á Global-sjónvarpsstöðinni að hún hefði í raun átt von á hatrinu:

„Þetta gerðist líka þegar ég var ólétt að fyrsta barninu mínu. Eftir því sem bumban stækkaði fékk ég fleiri og fleiri leiðinleg komment og tölvupósta frá fólki.“

Hún stóð síðan upp og sýndi bumbuna:

„Þú getur einfaldlega ekki falið eitthvað svona.“

Kristi sagði svo að þrátt fyrir að hún hafi átt von á þessu og sé örugg með sig þá hafi öll neikvæðnin vegna óléttunnar haft áhrif á hana.

„Við getum sagt að þetta fólk sé ruglað en þetta hefur samt áhrif á mann, þrátt fyrir allt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×