Lífið

"Svona depurð hverfur aldrei“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Krókódílaveiðarinn Steve Irwin lést árið 2006 eftir að risavaxin stingsakata réðst á hann og veitti honum banasár er hann var við tökur á heimildarmynd um ástralska kóralrifið í Queensland.

Dóttir hans, Bindi Irwin, er í viðtali við tímaritið People og segir fjölmarga hafa vottað sér samúð sína eftir andlát Steves.

„Svo margir fullorðnir komu til mín eftir að við misstum pabba og sögðu að tíminn læknaði öll sár. Það er stærsta lygi sem ég heyrt. Hann gerir það ekki. Svona depurð hverfur aldrei. Þetta er eins og að missa hlut hjarta síns og fá hann aldrei aftur,“ segir Bindi.

Terri, Steve og Bindi.vísir/getty
Bindi segir einnig frá því hvernig hún, bróðir hennar Robert, tíu ára, og móðir hennar Terri, hafi tekist á við sorgina.

„Maður kemur að krossgötum þegar maður missir ástvin. Það er hægt að fara leiðina sem leiðir mann niður götu depurðar eða maður getur sagt: Ég ætla aldrei að leyfa minningu þessarar manneskju að deyja. Ég ætla að tryggja að starfið þeirra haldi áfram.“

Bindi hefur haldið minningu föður síns á lofti með ýmsum leiðum, til að mynda með því að vinna fyrir SeaWorld og fara í árlega rannsóknarferð til að kanna krókódíla með fjölskyldu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×