Erlent

„Svissneska vélin“ lést á Everest

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ueli Steck var fertugur.
Ueli Steck var fertugur. Vísir/EPA
Svissneski fjallaklifrarinn Ueli Steck lést í slysi á Everest í undirbúningu fyrir klifur hans á Everest. Steck, sem kallaður „svissneska vélin,“ þótti einstakur fjallaklifrari. BBC greinir frá.

Steck var að undirbúa það að fara nýja leið upp á tind hæsta fjalls heims og var ætlunin að komast þangað án súrefnis. Var hann að aðlaga líkama sinn að umhverfinu á Everest og á miðvikudaginn klifraði hann frá grunnbúðum upp í sjö þúsund metra hæð í slíkum undirbúningi

Tildrög slyssins sem drógu Steck til dauða eru ókunn en ferðamálayfirvöld í Nepal segja að búið sé að koma líki hans til byggða

Steck hafði áður klifið Everest árið 2012 og 2015, án súrefnis. Steck, sem var fertugur, var helst þekktur fyrir hversu hratt hann klifraði. Árið 2015 klifraði hann norðurhlið Eiger-fjalls í Sviss á aðeins tæpum þremur tímum, sem áður þótti óhugsandi tími.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×