Innlent

„Sveitarfélögin þverskallast við að fara í nauðsynlegar leiðréttingar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Stjórn Skólastjórafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun varðandi kjarabaráttu grunnskólakennara en hún skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að ganga strax til samninga við grunnskólakennara.

„Laun kennara hafa árum saman dregist aftur úr sambærilegum stéttum og eru nú með öllu óásættanleg. Um þetta þarf ekki lengur að deila. Þrátt fyrir það þverskallast sveitarfélögin við að fara í nauðsynlegar leiðréttingar á launakjörum stéttarinnar. Það er ólíðandi.“

Fram kemur í ályktuninni að kjaraviðræður hafi staðið yfir í rúm tvö ár og nú neyðast kennarar til að undirbúa aðgerðir til að sækja sjálfsagðar leiðréttingar á launakjörum.

„Skapa þarf frið um skólastarfið og greiða grunnskólakennurum laun í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×